Lífið

Klósett-krimminn snýr aftur

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
The Splash Palace í Nýja Sjálandi.
The Splash Palace í Nýja Sjálandi.
Furðuleg röð lögbrota í Nýja Sjálandi hefur vakið athygli um allan heim. Ítrekað hefur einhver gert þarfir sínar í sundlaugum í suðurhluta landsins. Óvíst er hvort einn eða fleiri aðilar eru að verki, en fréttamiðlar þar í landi tala um „mystery pooper“. Á miðlinum Metro er því haldið fram að þetta gæti verið vel skipulagður hópur manna.

Á föstudaginn þurftu gestir að yfirgefa laugarnar Moana Pool í Dunedin og The Splash Palace í borginni Invercagrill. Starfsfólkið í síðarnefndu lauginni var með sérstakt átak í gangi því áður hefur einhver gert þarfir sínar í laugina þar. En ekki tókst að finna þrjótinn í þetta skiptið, frekar en áður. Þetta er sjötta vikan í röð sem þetta gerist í The Splash Palace.

Hér má sjá sjónvarpsfrétt um málið

Hér að neðan má hlusta á lag Súkkat sem ber titilinn Ég er kúkur í lauginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×