Enski boltinn

Van Gaal: Frábær úrslit fyrir stuðningsmennina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal þakkar Maraoune Fellaini fyrir leikinn.
Van Gaal þakkar Maraoune Fellaini fyrir leikinn. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með sigurinn á Liverpool í dag.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, jafnvel eins vel og gegn Tottenham um síðustu helgi. Þetta voru frábær úrslit fyrir stuðningsmennina.

„Við gáfum eftir í seinni hálfleik. Eins og alltaf þegar þú spilar gegn liði sem er manni undir, þá gleymdum við að pressa. Við töpuðum boltanum að óþörfu og hleyptum Liverpool inn í leikinn,“ sagði van Gaal sem hrósaði sínu liði fyrir frammistöðuna í fyrri hálfleik.

„Við héldum boltanum vel og sköpuðum fullt af tækifærum, ekki dauðafæri en fullt af tækifærum til að skora,“ sagði Hollendingurinn sem bar einnig lof á Juan Mata sem skoraði bæði mörk United í dag.

„Mata var mjög góður. Hann spilar alltaf vel og spilar reglulega en stundum þarftu að velja aðra leikmenn til að halda jafnvægi í liðinu.

„En hann spilaði mjög vel í dag og leysti sína stöðu vel.“

Manchester United er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 59 stig, fimm stigum á undan Liverpool.


Tengdar fréttir

Louis van Gaal vildi ekki taka við Liverpool

Ensk blöð slá því upp í morgun að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United hafi hafnað því að taka við liði Liverpool á sínum tíma en Liverpool og United mætast einbeitt á eftir í stórleik helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×