Enski boltinn

Gerrard: Brást samherjum mínum og stuðningsmönnum Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Gerrard var fullur iðrunar eftir leik Liverpool og Manchester United á Anfield í dag.

Gerrard byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Adam Lallana. Innan við mínútu síðar var hann rekinn af velli fyrir að stíga á Ander Herrera, miðjumann United.

Rauðaspjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Þetta var rétt ákvörðun og ég verð að sætta mig við það,“ sagði Gerrard í viðtali eftir leikinn sem United vann 1-2.

„Ég brást samherjum mínum og stuðningsmönnum Liverpool. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum.

„Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta. Sennilega var þetta viðbragð við tæklingunni.

„Ég ætti ekki að ræða þetta frekar, ég verð bara að biðjast afsökunar,“ sagði Gerrard sem lék sinn síðasta leik með Liverpool gegn Manchester United í dag en hann gengur sem kunnugt er til liðs við Los Angeles Galaxy eftir tímabilið.


Tengdar fréttir

Louis van Gaal vildi ekki taka við Liverpool

Ensk blöð slá því upp í morgun að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United hafi hafnað því að taka við liði Liverpool á sínum tíma en Liverpool og United mætast einbeitt á eftir í stórleik helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×