Enski boltinn

Gerrard á bekknum á móti United - styttist í stórleik Liverpool og United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty
Knattspyrnustjórarnir, Brendan Rodgers hjá Liverpool og Louis van Gaal hjá Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir stórleikinn á Anfield sem hefst klukkan 13.30.

Bæði liðin unnu leiki sína um síðustu helgi og hvorugur stjórinn gerir breytingu á byrjunarliði sínu.

Steven Gerrard er því áfram á varamannabekknum hjá Liverpool sem er með óbreytt lið frá því í 1-0 sigrinum á Swansea City á mánudaginn var. Daniel Sturridge byrjar þar með í fremstu víglínu.

Angel di Maria og Radamel Falcao eru báðir á bekknum hjá Manchester United sem er með sama byrjunarlið og vann 3-0 sigur á Tottenham um síðustu helgi.

Liverpool hefur ekki tapað síðan að liðið steinlá fyrir Manchester United í fyrri leiknum á Old Trafford og getur tekið fjórða sætið af United með sigri í dag.

Byrjunarlið Liverpool:

Simon Mignolet, Emre Can, Martin Skrtel, Mamadou Sakho, Jordan Henderson, Joe Allen, Alberto Moreno, Raheem Sterling, Adam Lallana, Philippe Coutinho, Daniel Sturridge.

Varamenn Liverpool: Brad Jones, Glen Johnson, Kolo Touré, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Rickie Lambert, Mario Balotelli

 

Byrjunarlið Manchester United:

David de Gea, Antonio Valencia, Phil Jones, Chris Smalling, Daley Blind, Michael Carrick, Ander Herrera, Juan Mata, Marouane Fellaini, Ashley Young, Wayne Rooney.

Varamenn Manchester United: Víctor Valdés, Rafael, Marcos Rojo, Ángel Di María, Adnan Januzaj, Andreas Pereira, Radamel Falcao



Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 13.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×