Innlent

Ótrúlegt fylgi utangarðsflokks – ákall á meira lýðræði

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
„Stjórnarandstaðan hefur greinilega ekki náð að notfæra sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar, sem við sjáum birtast í þessu ótrúlega fylgi utangarðsflokks, sem píratarnir augljóslega eru,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Hann bendir á að Píratar hafi skorað hefðbundnu stjórnmálin á hólm og standi utan við fjórflokkinn. Samt bókstaflega streymi til þeirra fylgið.

Margir flokksbroddar gömlu flokkana klóra sér í kollinum þessa dagana yfir gríðarlegri velgengni Pírata sem eru í nýjustu könnun Fréttablaðsins orðnir stærsta stjórnmálaaflið. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki hafa neina skýringu á takteinunum, þetta komi þeim jafnmikið á óvart og öðrum. Hann segist þó halda að þetta sé ákall á meira lýðræði, fólk sé farið að átta sig á því að kerfið sé ónýtt.

Sjá einnig: Ríkisstjórnin á hraðri leið með að slá met í óvinsældum

„Það er ekki spurning um það að einn og einn stjórnmálamaður sé spilltur, heldur umgjörðin utan um öll stjórnmál á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. „Það er ekki traust til þessa kerfis. Ég held að það höfði augljóslega til fólks þegar á þetta er bent.“

Í könnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,4 prósent, Framsóknarflokkurinn með 11,6 prósent, Björt Framtíð og Vinstri græn með níu prósent og Samfylkingin með 16,1 prósent. Píratar eru hinsvegar samkvæmt könnuninni með 29 prósent og hversu lengi sem það varir, má þó slá því föstu að þeir hafi algera yfirburðastöðu í umræðunni.

Eiríkur segir stjórnmálakerfið í upplausn og bendir á að óánægja fólks sé viðvarandi frá hruni. Þessi ríkisstjórn hafi náð þeirri fyrri í óvinsældum. Fólk fylgi ekki lengur stjórnmálaflokkum í blindni og kannski sé að verða til kjósendamarkaður.


Tengdar fréttir

Píratar myndu fá fjórtán þingmenn

Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta.

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×