Lífið

Eddie Izzard mætir í Hörpu fyrirvaralaust

Bjarki Ármannsson skrifar
Eddie Izzard.
Eddie Izzard. Vísir/AFP
Breski grínistinn Eddie Izzard er væntanlegur til landsins og er búið að boða uppistand hans í Eldborgarsal Hörpu þann 28. mars, eftir viku. Tilkynnt var um komu hans til landsins í dag og ljóst að aðdáendur hans verða að bregðast fljótt við til að krækja í sæti, þegar miðasala hefst næsta miðvikudag.

Izzard er einn vinsælasti uppistandari heims. Meðal annars var hann fyrsti grínistinn sem tróð upp einsamall á Hollywood Bowl í Kalíforníu og uppselt var á uppistand hans í Madison Square Garden í New York. Hann er þekktur fyrir spunahæfileika sína og fyrir að klæðast kvenmannsfötum á sviði, en hann hefur látið af þeim sið í seinni tíð.

Hann hefur tvisvar áður komið til Íslands, 1995 og 2005. Hvort það sé með vilja gert að hann heimsæki Ísland á tíu ára fresti, getur væntanlega enginn svarað nema hann sjálfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×