Innlent

Læknafélag Íslands hvetur foreldra til að bólusetja börn sín

Bjarki Ármannsson skrifar
Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Anton/GVA
Stjórn Læknafélags Íslands hvetur foreldra og forráðamenn barna til að láta bólusetja börn sín samkvæmt þeim ráðleggingum sem í gildi eru hverju sinni. Þetta segir í ályktun sem stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum í vikunni og sendi frá sér í dag.

„Með reglulegu millibili sprettur upp umræða í fjölmiðlum um bólusetningar barna og hugsanlega skaðsemi þeirra,“ segir í ályktuninni. „Í þessu sambandi vill stjórn Læknafélags Íslands benda á að fáar framfarir í læknisfræði hafa bjargað jafnmörgum mannslífum og bólusetningar, en alvarlegar aukaverkanir vegna þeirra eru mjög fátíðar.“

Í ályktuninni er einnig tekið fram að nauðsynlegt sé að nægilega mörg börn séu bólusett til að halda alvarlegum smitsjúkdómum í samfélaginu í skefjum. Auk þess þurfi börn sem ekki megi bólusetja vegna heilsufarsvandamála að reiða sig á að nægilega stór hluti heilbrigða barna sé bólusettur.

„Stjórn Læknafélags Íslands hvetur foreldra og forráðamenn barna til að láta bólusetja börn sín samkvæmt þeim ráðleggingum sem í gildi eru hverju sinni og sjá má á heimasíðu Embættis landlæknis.“


Tengdar fréttir

Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur að upplýsa eigi foreldra ef börn sem ekki eru bólusett gangi í skóla með börnum þeirra. Þá hefðu foreldrar það val að setja barnið sitt í annan skóla með hærra hlutfalli bólusettra barna.

Bólusetning hefði bjargað

Kona, sem missti rúmlega eins árs son sinn úr mislingum fyrir tæplega fimmtíu árum síðan, segir ótrúlegt að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem nútímalæknavísindi bjóða uppá. Hún telur öruggt að bólusetning gegn mislingum hefði bjargað lífi sonar hennar á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×