Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2024 12:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í gær þar sem tillaga um þingrof og lausn ráðherra frá embætti voru fyrst á dagskrá. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis. Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sjá meira
Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sjá meira