Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 15:09 Sigurður Ingi var í Samtalinu hjá Heimi Má nú rétt í þessu. Hann sagði að óróleikinn sem Framsóknarmenn máttu eiga við hafi ekki síður verið þingmönnum Sjálfstæðisflokks að kenna en Vinstri grænum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira