Lífið

Myndaveisla: Forsýning Verkfæra hjá Orrafinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Friðrik Sóphusson og Helga Friðriksdóttir
Friðrik Sóphusson og Helga Friðriksdóttir
Í tilefni HönnunarMars forsýndu þau hjá Orrafinn skartgripalínu sem ætlunin er að gefa út á þessu ári: Verkfæri. Einsog nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið að þessu sinni verkfæri og er línan því ansi karlmannleg og gróf en líka með fíngerðum dráttum. Markmiðið var að gefa út línu sem myndi höfða sérstaklega til karla en hönnuðunum þótti skorta á almennilega rokkað og töff skart fyrir stráka.

Í tilefni af forsýningarinnar á Verkfæri var ákveðið að framinn yrði gjörningur í takt við skartgripalínuna. Línan er hálfgerður óður til verkalýðsins og því kom orðið skrúðganga strax í huga skipuleggjenda.

Gjörningurinn fólst því í því  að skrúðganga með trompetleikurum í fullum lúðrasveitaskrúða í fararbroddi kom niður Skólavörðuholtið og staðnæmdist fyrir utan verkstæðið þeirra á Skólavörðustíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×