Erlent

Ljósmyndin sem grætti internetið

Samúel Karl Ólason skrifar
Hin fjögurra ára gamla Hudea varð gífurlega hrædd við myndavélina og hélt að um byssu væri að ræða.
Hin fjögurra ára gamla Hudea varð gífurlega hrædd við myndavélina og hélt að um byssu væri að ræða. Mynd/Twitter
Mynd af fjögurra ára sýrlenskri stúlku sem gefst upp fyrir ljósmyndara hefur vakið gífurlega athygli á internetinu síðustu daga. Þegar myndin var tekin, hélt stúlkan að myndavélin væri vopn og rétti hún upp hendur til merkis um að hún gæfist upp.

Fyrir viku síðan var myndinni deilt á Twitter, eins og sjá má hér að neðan, og hefur þeirri færslu verið endurdeilt um sextán þúsund sinnum. Óhætt er að segja að myndin hafi vakið miklar tilfinningar.

„Mannkynið hefur brugðist.“ „Ég er grátandi.“ „Ein meðal milljóna.“ „Ótrúlega sorglegt.“ Þetta er meðal ummæla um ljósmyndina á Twitter.

Margir hverjir töldu hins vegar að hún hefði verið sviðssett, en BBC elti ljósmyndarann uppi og spurði hann út í myndina.

Osman Sağırlı er frá Tyrklandi en hann tók myndina í Atmeh flóttamannabúðunum í Sýrlandi í desember í fyrra. Hann notaði stóra linsu sem að barnið hélt að væri vopn.

„Ég áttaði mig á því að hún hve óttaslegin hún var eftir að ég tók myndina og skoðaði hana fyrst, þar sem hún beit í vörina og lyfti höndum. Yfirleitt hlaupa börn í burtu, fela andlit sín eða brosa þegar þau sjá myndavél.“

Stúlkan hafði flúið með móður sinni og tveimur systkinum og farið um 150 kílómetra til að komast í flóttamannabúðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×