Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2015 20:45 Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. Formaður samtakanna segir alvarlegt að borgin skuli hefja framkvæmdir á meðan flugvallarmálið sé í sáttaferli. Reykjavíkurborg, Knattspyrnufélagið Valur og Valsmenn hf. skrifuðu í gær undir samning við verktaka og er miðað við að framkvæmdir hefjist á mánudag. Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir að með þessu sé brotið alvarlega gegn því samkomulagsferli sem var í gangi. „Ég trúi því að það sé hægt að ná samkomulagi,“ segir Friðrik. Reynt hafi verið að benda Valsmönnum á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að þurfa að skerða flugbrautina. Reynt hafi verið að hafa áhrif á borgina. „Það er í gangi nefnd, Rögnunefndin svokallaða, sem á að reyna að finna sáttaflöt í þessu máli, finna nýjar leiðir. Okkur finnst að það sé í raun verið að brjóta allar þessar brýr með þessari ákvörðun og það er mjög alvarlegt skref,“ segir Friðrik. Samtökin Hjartað í Vatnsmýri, sem fengu 70 þúsund undirskriftir landsmanna til stuðnings flugvellinum, brugðust við í dag með áskorun til Alþingis og innanríkisráðherra. Formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, Njáll Trausti Friðbertsson, til hægri, afhenti Jóni Gnarr borgarstjóra, Elsu H. Yeoman og Degi B. Eggertssyni tæplega 70.000 undirskriftir til stuðnings flugvellinum í september 2013.Mynd/GVA„Við viljum einfaldlega að ríkisvaldið stöðvi þessa framkvæmd og tryggi það að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera eins og hann er í dag, fylgi öllum þeim öryggisreglum og standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar, þangað til að annar flugvöllur væri þá þegar byggður og gæti tekið við þessu hlutverki.“ Friðrik telur lagalega stöðu borgarinnar í málinu mjög veika og dregur mjög í efa þann lagalega rétt sem borgin telji sig hafa. Þau samkomulög sem borgin byggi þetta á séu mjög veik. Þá beri borgin jafnframt gríðarlega ábyrgð gagnvart þjóðinni allri, sem höfuðborg allra landsmanna. Því megi borgarfulltrúar ekki gleyma. Þá hafnar Friðrik því að Valsmenn hf. geti vísað fjárhagslegri ábyrgð á aðra. Þeir hafi fyrir löngu verið komnir í milljarðaskuldir. Þeir ætli nú að láta þessa hagsmuni leysa úr sínum skuldavanda. „Ég sé ekki að þjóðin eigi að bera ábyrgð á því. Þeir verða sjálfir að leysa úr því.“ Alþingi Tengdar fréttir Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Heiftúðugar deilur fari í sáttafarveg Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir deilurnar um Reykjavíkurflugvöll orðnar svo heiftúðugar að þær verði að setja í sáttafarveg. 2. febrúar 2015 20:34 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. Formaður samtakanna segir alvarlegt að borgin skuli hefja framkvæmdir á meðan flugvallarmálið sé í sáttaferli. Reykjavíkurborg, Knattspyrnufélagið Valur og Valsmenn hf. skrifuðu í gær undir samning við verktaka og er miðað við að framkvæmdir hefjist á mánudag. Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir að með þessu sé brotið alvarlega gegn því samkomulagsferli sem var í gangi. „Ég trúi því að það sé hægt að ná samkomulagi,“ segir Friðrik. Reynt hafi verið að benda Valsmönnum á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að þurfa að skerða flugbrautina. Reynt hafi verið að hafa áhrif á borgina. „Það er í gangi nefnd, Rögnunefndin svokallaða, sem á að reyna að finna sáttaflöt í þessu máli, finna nýjar leiðir. Okkur finnst að það sé í raun verið að brjóta allar þessar brýr með þessari ákvörðun og það er mjög alvarlegt skref,“ segir Friðrik. Samtökin Hjartað í Vatnsmýri, sem fengu 70 þúsund undirskriftir landsmanna til stuðnings flugvellinum, brugðust við í dag með áskorun til Alþingis og innanríkisráðherra. Formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, Njáll Trausti Friðbertsson, til hægri, afhenti Jóni Gnarr borgarstjóra, Elsu H. Yeoman og Degi B. Eggertssyni tæplega 70.000 undirskriftir til stuðnings flugvellinum í september 2013.Mynd/GVA„Við viljum einfaldlega að ríkisvaldið stöðvi þessa framkvæmd og tryggi það að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera eins og hann er í dag, fylgi öllum þeim öryggisreglum og standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar, þangað til að annar flugvöllur væri þá þegar byggður og gæti tekið við þessu hlutverki.“ Friðrik telur lagalega stöðu borgarinnar í málinu mjög veika og dregur mjög í efa þann lagalega rétt sem borgin telji sig hafa. Þau samkomulög sem borgin byggi þetta á séu mjög veik. Þá beri borgin jafnframt gríðarlega ábyrgð gagnvart þjóðinni allri, sem höfuðborg allra landsmanna. Því megi borgarfulltrúar ekki gleyma. Þá hafnar Friðrik því að Valsmenn hf. geti vísað fjárhagslegri ábyrgð á aðra. Þeir hafi fyrir löngu verið komnir í milljarðaskuldir. Þeir ætli nú að láta þessa hagsmuni leysa úr sínum skuldavanda. „Ég sé ekki að þjóðin eigi að bera ábyrgð á því. Þeir verða sjálfir að leysa úr því.“
Alþingi Tengdar fréttir Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Heiftúðugar deilur fari í sáttafarveg Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir deilurnar um Reykjavíkurflugvöll orðnar svo heiftúðugar að þær verði að setja í sáttafarveg. 2. febrúar 2015 20:34 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Rúm áttatíu prósent landsmanna vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Hjartað í Vatnsmýri, vilja rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík halda vellinum þar sem hann er. 27. apríl 2014 16:58
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Heiftúðugar deilur fari í sáttafarveg Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir deilurnar um Reykjavíkurflugvöll orðnar svo heiftúðugar að þær verði að setja í sáttafarveg. 2. febrúar 2015 20:34
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19