Össur hjólar í Bjarna vegna frumvarps um að leggja niður Bankasýsluna Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:25 Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum "í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Vísir/GVA/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37