Fótbolti

Kristinn spilaði 20 mínútur í jafntefli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Steindórsson í búningi Columbus.
Kristinn Steindórsson í búningi Columbus. mynd/columbus crew
Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew gerðu jafntefli, 2-2, við Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

Whitecaps, sem var undir stjórn Teits Þórðarsonar þegar það fyrst mætti til leiks í MLS-deildina, jafnaði tvisvar sinnum í leiknum eftir að lenda 1-0 og 2-1 undir.

Kei Kamara skoraði bæði mörk Columbus en Octavio Riverio og Darren Mattocks skoruðu mörk heimamanna. Síðara jöfnunarmarkið kom á 64. mínútu.

Kristinn Steindórsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Chad Barson en hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Hann kom ekki að skoti að marki.

Columbus er í sjöunda sæti austurdeildar MLS með fjögur stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×