Erlent

Líkin flutt til greftrunar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ástvini fylgt til hinstu hvílu.
Ástvini fylgt til hinstu hvílu. vísir/epa
Unnið er að því að flytja lík þeirra 148 sem létust þegar vopnaðir menn réðust inn í háskólaborgina Garissa í Kenía í síðustu viku til síns heima þar sem þau verða grafin. Krufningu er lokið en rannsókn málsins stendur enn yfir.

Líkin voru afar illa farin og gekk því erfiðlega að bera kennsl á þau.

Stjórnvöld í Kenía ætla að bregðast við árás al-Shabab af fullum þunga. Birtu þau í gær lista af hópum sem þeir telja að tengist hryðjuverkasamtökum eða al-Shabab á einhvern hátt. Þá hafa bankareikningar hátt í níutíu einstaklinga og fyrirtækja verið frystir; viðskiptamanna, fjármálafyrirtækja ofl.


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Kenía

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir vegna fjöldamorðanna þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab myrtu hundrað fjörutíu og átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×