Lífið

Ríkisútvarpið sigraði í Spurningakeppni fjölmiðlanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Spurningakeppni fjölmiðlanna fór fram um páskana á Bylgjunni. Sextán lið hófu keppni en að endingu stóðu Fréttablaðið og Ríkisútvarpið (Rás 1 og Rás 2) ein eftir.

Lið útvarpsstöðvanna var skipað þeim Bergsteini Sigurðssyni og Kjartani Guðmundssyni. Á leiðinni í úrslitin lögðu þeir Morgunblaðið, Herðubreið og Fréttatímann. Í liði Fréttablaðsins voru þau Fanney Birna Jónsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson. Kjarninn, DV og Nútíminn urðu þeim að bráð.

Úrslitaviðureignin var snörp og jafnt á öllum tölum. Þegar ein spurning var eftir hafði RÚV eins stigs forskot og Fréttablaðið þurfti að svara rétt til að knýja fram bráðabana. Það hafðist en Fréttablaðið þurfti að játa sig sigrað eftir bráðabana.

Hægt er að nálgast allar viðureignir keppninnar með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×