Erlent

Minnst 74 börn hafa fallið í átökum í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Bardaga í Jemen hafa verið harðir síðustu daga og vikur.
Bardaga í Jemen hafa verið harðir síðustu daga og vikur. Vísir/AP
Minnst 74 börn hafa látið lífið frá því að bardagar hörðnuðu í Jemen fyrir tveimur vikum. Meira en hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á þeim tíma. Þessu heldur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fram.

Átökin gætu leitt til mikils skorts á vatni í suðurhluta landsins og sums staðar rennur skólp um götur. Einnig er skortur á öðrum nauðsynjum og lyfjum. Þá hefur verið ráðist á sjúkrahús í Jemen og birgðastaða þeirra er mjög slæm.

Talsmaður UNICEF í Jemen segir börn vera í sérstakri hættu.

„Þau eru drepin, sköðuð og neydd til að flýja heimili sín,“ segir Julien Harneis við AP fréttaveituna. „Heilsu þeirra er verulega ógnað og menntun þeirra hefur verið stöðvuð.“ Hann sagði einnig að minnst 44 börn hafi særst í átökunum frá 26. mars. Þá hófust loftárásir Sádi-Arabíu gegn uppreisnarmönnum í Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×