Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. apríl 2015 13:30 Úr Litahlaupinu sem fram fór í Abu Dhabi. vísir/getty Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is. Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is.
Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50