Erlent

Loftárásir hafnar gegn liðsmönnum al-Shabab

Bjarki Ármannsson skrifar
Keníski herinn hefur hafið loftárásir gegn al-Shabab.
Keníski herinn hefur hafið loftárásir gegn al-Shabab. Vísir/EPA
Keníski herinn hefur hafið loftárásir á búðir herskáu íslamistasamtakanna al-Shabab í nágrannaríkinu Sómalíu, að því er BBC greinir frá. Búðirnar eru við landamæri Keníu og að sögn hersins hafa liðsmenn samtakanna komið sér þaðan inn í landið.

Þetta eru fyrstu viðbrögð hersins við árás al-Shabab á háskólann í borginni Garissa í síðustu viku. Þar voru 148 nemar myrtir. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kenía og Uhuru Kenyatta, forseti landsins, hefur lofað því að mæta liðsmönnum al-Shabab af fullum þunga.

Loftárásirnar hófust í gærkvöldi en talsmenn hersins gefa upp lítið annað að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Kenía

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir vegna fjöldamorðanna þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab myrtu hundrað fjörutíu og átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×