Erlent

Þjóðarsorg í Kenía

Vísir/EPA
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kenía vegna fjöldamorðanna við háskólann í Garissa á fimmtudaginn þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab myrtu hundrað fjörutíu og átta.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að guðþjónusta á páskadag, vítt og breitt um landið, verði helguð minningu fórnarlambanna. Forseti Kenía, Uhuru Kenyatta, hefur heiti því að bregðast við árásinni af fullum krafti en al-Shabab hafa lýst yfir stríði gegn Kenýa. Ástæðan er stuðningur landsins við aðgerðir Afríkubandalagsins gegn systursamtökum al-Shabab í Sómalíu.

Rauði Krossinn í Kenía segir að búið sé að bera kennsl á fimmtíu og fjögur lík. Eftirlifendur árásarinnar, rúmlega sex hundruð nemendur og fimmtíu starfsmenn háskólans, hafa verið fluttir til síns heima.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×