Fótbolti

Ólafur Ingi nældi sér í gult spjald í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Ingi í leik með Zulte.
Ólafur Ingi í leik með Zulte. vísir/afp
Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn fyrir Zulte-Waregem sem tapaði á útivelli gegn Genk í belgísku knattspyrnunni í kvöld, 1-0.

Benjamin De Ceulaer skoraði eina markið, en það kom á 36. mínútu. Lokatölur eins og fyrr segir 1-0. Ólafur Ingi krækti sér í gult spjald.

Leikurinn er hluti af fjögurra liða riðli í svokallaðari úrslitakeppni um miðja deild, en belgíska deildin er þekkt fyrir að vera sú flóknasta í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×