Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:50 Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira