„Þú þvingar ekkert svar upp úr mér“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 14:15 Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda. Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52