Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 13:29 Víglundur Þorsteinsson vill fjóra milljarða í skaðabætur frá Arion banka. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Víglundar. vísir/vall/pjetur Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi. Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi.
Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00