Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ ingvar haraldsson skrifar 15. apríl 2015 13:52 Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður hjá HB Granda segir starfsfólk mjög ósátt við launahækkanir stjórnarmanna. vísir/gva Mikill hiti er í fiskverkafólki hjá HB Granda í kjölfar þess að ákveðið var að hækka laun stjórnarmanna hjá fyrirtækinu um 33%, úr 150 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki gott hljóð í fólki,“ segir Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar sem starfa hjá HB Granda í Reykjavík. „Það er mikið af fólki búið að koma til mín og spyrja hvað þetta þýðir. Það er mikið af útlendingum að vinna hérna sem héldu að stjórnendur uppi sem vinna hérna dags daglega væru líka að hækka, ekki bara stjórnin,“ segir Gissur.Sjá einnig: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“Gissur bendir á að stafsmönnum svíði að fá ekki að njóta góðs af miklum uppgangi sem hefur verið hjá fyrirtækinu að undanförnu. HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða á síðasta ári og greiddi af því 2,7 milljarða í arð. „Við erum alltaf að setja ný met, ég vinn á þannig stað að ég sé hvert metið á fætur öðru falla. Við erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt,“ segir hann. Gissur segir starfsfólk HB Granda sem vinnur hjá Eflingu verulega ósátta við hve viðræður um nýjan kjarasamning eru skammt á veg komnar. „Efling er enn í kjararáði þannig að það er ekki komið neitt, ekki verkfallsboðanir eða neitt. Fólk er mjög óánægt með Eflingu. Fólki finnst Efling sitja á rassgatinu að gera ekki neitt,“ segir Gissur og bætir við að starfsfólk sé að hugsa um að skipta um stéttarfélag.Fengu íspinna fyrir að tvöfalda afköst Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi segir starfsfólk fyrirtækisins þar ósátt. Þó þýði lítið annað en að vera bjartsýn og vona það besta. „Við erum mjög ánægð ef við eigum í vændum 33% launahækkun, sem við gerum okkur grein fyrir að er ekki mjög líkleg,“ segir hún. Sjá einnig: Keiluþjálfari og frystihússtelpa sló í gegn Jónína segir starfsmenn HB Granda myndu einnig sætta sig við sömu krónutöluhækkun og stjórnarmenn fengu, 50 þúsund krónur á mánuði. „Við eigum að geta lifað á launum okkar hvort sem við erum einstæðar, giftar eigum mörg börn eða enginn börn.“ segir Jónína. Jónína gaf nýlega út lag með samstarfsmönnum sínum þar sem hún gagnrýndi að starfsmenn HB Granda hefðu verið verðlaunaðir með íspinna fyrir að tvöfalda afköst í fiskvinnslunni og má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig: Hárbeitt ádeilumyndband fiskverkafólks á Akranesi Jónína segir að starfsfólk vilji krónutöluhækkanir. „Vaninn er að hækkanir fari upp allan skalann. Þannig að ef allir hækka um 20% mun yfirmaður með tvær milljónir á mánuði hækka um útborguð mánaðarlaun hjá okkur,“ segir húnLaunahækkanirnar með ólíkindum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir einnig launahækkanir stjórnarmanna HB Granda í færslu á Facebook og spyr hvort tvær þjóðir búi í landinu. „Beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, sem líkleg er til að leiða til mestu verkfalla um áratugi. Það eru svona vinnubrögð sem kynda undir reiðinni. Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa“ segir Össur. „Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Össur.Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 15, 2015Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvartaði yfir launahækkununum í samtali við Vísi í gær. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent,“ sagði hann.Stefán segir HB Granda vel geta borgað hærri laun Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að fyrirtækið eigi vel efni á að hækka laun hinna lægst launuðu í færslu á Eyjunni. Stefán bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 900 milljónir á ári að hækka laun allra um 80 þúsund krónur á mánuði. Með því fengju lægst launuðu starfsmenn HB Granda sömu prósentuhækkun og stjórnarmenn. Stefán segir að með því myndi hagnaður HB Granda einungis lækka úr 5,6 milljörðum í 4,7 milljarða. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Mikill hiti er í fiskverkafólki hjá HB Granda í kjölfar þess að ákveðið var að hækka laun stjórnarmanna hjá fyrirtækinu um 33%, úr 150 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki gott hljóð í fólki,“ segir Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar sem starfa hjá HB Granda í Reykjavík. „Það er mikið af fólki búið að koma til mín og spyrja hvað þetta þýðir. Það er mikið af útlendingum að vinna hérna sem héldu að stjórnendur uppi sem vinna hérna dags daglega væru líka að hækka, ekki bara stjórnin,“ segir Gissur.Sjá einnig: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“Gissur bendir á að stafsmönnum svíði að fá ekki að njóta góðs af miklum uppgangi sem hefur verið hjá fyrirtækinu að undanförnu. HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða á síðasta ári og greiddi af því 2,7 milljarða í arð. „Við erum alltaf að setja ný met, ég vinn á þannig stað að ég sé hvert metið á fætur öðru falla. Við erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt,“ segir hann. Gissur segir starfsfólk HB Granda sem vinnur hjá Eflingu verulega ósátta við hve viðræður um nýjan kjarasamning eru skammt á veg komnar. „Efling er enn í kjararáði þannig að það er ekki komið neitt, ekki verkfallsboðanir eða neitt. Fólk er mjög óánægt með Eflingu. Fólki finnst Efling sitja á rassgatinu að gera ekki neitt,“ segir Gissur og bætir við að starfsfólk sé að hugsa um að skipta um stéttarfélag.Fengu íspinna fyrir að tvöfalda afköst Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi segir starfsfólk fyrirtækisins þar ósátt. Þó þýði lítið annað en að vera bjartsýn og vona það besta. „Við erum mjög ánægð ef við eigum í vændum 33% launahækkun, sem við gerum okkur grein fyrir að er ekki mjög líkleg,“ segir hún. Sjá einnig: Keiluþjálfari og frystihússtelpa sló í gegn Jónína segir starfsmenn HB Granda myndu einnig sætta sig við sömu krónutöluhækkun og stjórnarmenn fengu, 50 þúsund krónur á mánuði. „Við eigum að geta lifað á launum okkar hvort sem við erum einstæðar, giftar eigum mörg börn eða enginn börn.“ segir Jónína. Jónína gaf nýlega út lag með samstarfsmönnum sínum þar sem hún gagnrýndi að starfsmenn HB Granda hefðu verið verðlaunaðir með íspinna fyrir að tvöfalda afköst í fiskvinnslunni og má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig: Hárbeitt ádeilumyndband fiskverkafólks á Akranesi Jónína segir að starfsfólk vilji krónutöluhækkanir. „Vaninn er að hækkanir fari upp allan skalann. Þannig að ef allir hækka um 20% mun yfirmaður með tvær milljónir á mánuði hækka um útborguð mánaðarlaun hjá okkur,“ segir húnLaunahækkanirnar með ólíkindum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir einnig launahækkanir stjórnarmanna HB Granda í færslu á Facebook og spyr hvort tvær þjóðir búi í landinu. „Beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, sem líkleg er til að leiða til mestu verkfalla um áratugi. Það eru svona vinnubrögð sem kynda undir reiðinni. Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa“ segir Össur. „Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Össur.Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 15, 2015Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvartaði yfir launahækkununum í samtali við Vísi í gær. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent,“ sagði hann.Stefán segir HB Granda vel geta borgað hærri laun Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að fyrirtækið eigi vel efni á að hækka laun hinna lægst launuðu í færslu á Eyjunni. Stefán bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 900 milljónir á ári að hækka laun allra um 80 þúsund krónur á mánuði. Með því fengju lægst launuðu starfsmenn HB Granda sömu prósentuhækkun og stjórnarmenn. Stefán segir að með því myndi hagnaður HB Granda einungis lækka úr 5,6 milljörðum í 4,7 milljarða.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39