Innlent

Framsóknarmenn funda vegna ummæla fulltrúa flokksins um múslima

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Mér finnst ummæli Rafns bara skelfileg. Ég er algjörlega ósammála þeim,“ segir Guðfinna.
"Mér finnst ummæli Rafns bara skelfileg. Ég er algjörlega ósammála þeim,“ segir Guðfinna. vísir/gva/framsoknar og flugvallarvinir
Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa boðað til fundar í dag vegna ummæla Rafns Einarssonar, fulltrúa flokksins í hverfisráði Breiðholts, sem hann hefur látið falla um múslima á Facebook að undanförnu.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi segir ummæli Rafns óásættanleg og því muni flokkurinn grípa til ráðstafana. Múslimahatur sé ekki hluti af stefnu flokksins.

„Þetta segir hann í eigin nafni á Facebook og ekki fyrir hönd flokksins. Þetta er ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Við fylgjum stefnu flokksins en það að einstakir aðilar sem sitja í nefndum og ráðum tjái sig á Facebook þýðir ekki að þeir séu að tala fyrir hönd flokksins,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi.

Eru til alls vísir“

Stundin greindi frá málinu í dag
og sagði frá því að Rafn hefði margoft tjáð sig með opinberlegum hætti um múslima. Í dag skrifaði hann „Allir múslimar eiga að vera sendir til síns heima til Sádí Arabíu.“ Fyrir skemmstu skrifaði hann: „Engum af þeim virðist treystandi, þeir eru til alls vísir,“ og: „múslimar vilja alla homma feiga.“

Reið yfir ummælunum

Aðspurð segist Guðfinna ekki hafa orðið vör við það að Framsóknarmenn hafi ákveðnar skoðanir á múslimum á Íslandi, en flokkssystir hennar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefur lýst yfir ákveðnum skoðunum á mosku á landinu sem og Gústaf Adolf Níelsson.

„Mér finnst ummæli Rafns bara skelfileg. Ég er algjörlega ósammála þeim og er mjög reið yfir þessum ummælum,“ segir Guðfinna.

Rafn Einarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var óskað. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×