Lífið

Aðstoða fátæka námsmenn við áfengiskaupin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Buzzy.is kemur meðal annars fram að hvítvínið Crocodile Creek Chardonnay sé hagstæðasta léttvínið hvað varðar verð og alkóhólmagn.
Á Buzzy.is kemur meðal annars fram að hvítvínið Crocodile Creek Chardonnay sé hagstæðasta léttvínið hvað varðar verð og alkóhólmagn. Vísir/GVA
Á vefsíðunni Buzzy.is má sjá hvað hver millilítri af alkóhóli kostar í þeim áfengu drykkjum sem fást í Vínbúðinni.

Ásgeir Björnsson, sem setti vefinn á laggirnar ásamt félögum sínum, segir í samtali við Nútímann að hugmyndin hafi kviknað þegar hann var í háskólanum. Hann hafi, eins og flestir stúdentar, ekki átt mikinn pening.  

„Þá fór maður aðeins að spá í því hvað peningurinn færi í í vínbúðinni svo að maður væri ekki að eyða í óþarflega dýran bjór miðað við áfengisinnihaldið. Markhópurinn er því eiginlega fátækir námsmenn.“

Í mars tóku Ásgeir og þrír vinnufélagar hans þátt í nýsköpunarmaraþoni og ákváðu þá að kýla á hugmyndina.

Á síðunni kemur meðal annars fram að hvítvínið Crocodile Creek Chardonnay sé hagstæðasta léttvínið hvað varðar verð og alkóhólmagn. Hagstæðasti bjórinn er Egils Pilsner og hagstæðasta sterka áfengið er Tinda Vodka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×