Lífið

Sálarsöngvarinn Percy Sledge látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Percy Sledge lést á heimili sínu í Baton Rouge í Louisiana-ríki.
Percy Sledge lést á heimili sínu í Baton Rouge í Louisiana-ríki. Vísir/AFP
Bandaríski sálarsöngvarinn Percy Sledge er látinn, 73 ára að aldri.

Sledge er þekktastur fyrir lag sitt When a Man Loves a Woman sem hann gaf út árið 1966 og hefur margoft verið gefið út í flutningi annarra tónlistarmanna.

Lagið var í 54. sæti á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu lög allra tíma.

Sledge lést á heimili sínu í Baton Rouge í Louisiana-ríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×