Fjármálaráðherra lýsir yfir áhyggjum vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2015 13:08 Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af því hversu lítið hefur þokast í samningaviðræðum ríkisins og Bandalags háskólamanna. Verkfallsgerðir BHM hafa nú staðið í viku. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í gær reyndist árangurslaus og er næst samningafundur ekki fyrirhugaður fyrr en á fimmtudaginn. Verkföll BHM hafa haft töluverð áhrif á starfsemi Landspítalans. Geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður sem þar starfa hófu sínar verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í síðustu viku. Um fimm hundruð starfsmenn spítalans er að ræða og hefur til að mynda þurft að fresta skurðaðgerðum og veruleg röskun orðið á geislameðferðum krabbameinssjúkra. „Við höfum miklar áhyggjur af því að það hefur lítið gerst í viðræðunum en við erum á sama tíma bjartsýn. Bjartsýn á að það sé hægt að finna lausnir og við treystum okkar samninganefnd til að vinna að því en það er ekki hægt að neita því að það hefur mikið borið í milli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra. Páll Halldórsson formaður BHM hefur sagt að hann telji samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð svo hægt sé að leysa deiluna. „Ríkisstjórnin hefur hins vegar ávallt sagst tilbúin til þess að liðka fyrir málum ef þurfa þykir. Ég sé fyrir mér að ef til þess kemur þá muni slíkt vera gert á grundvelli þess að menn séu að vinna að heildstæðri lausn á þessum vanda og þá er ég að vísa bæði til opinberra og almenna markaðarins,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Fundað í karphúsinu á morgun og kosið um verkfall Samningafundir hefjast að nýju á milli BHM og ríkisins á morgun. Kosning um verkfallsaðgerðir meira en tíu þúsund félagsmanna Starfgreinasambandsins hefst í fyrramálið. 12. apríl 2015 19:30 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Hvert er svarið í verkfallstíð? Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. 10. apríl 2015 07:00 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af því hversu lítið hefur þokast í samningaviðræðum ríkisins og Bandalags háskólamanna. Verkfallsgerðir BHM hafa nú staðið í viku. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í gær reyndist árangurslaus og er næst samningafundur ekki fyrirhugaður fyrr en á fimmtudaginn. Verkföll BHM hafa haft töluverð áhrif á starfsemi Landspítalans. Geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður sem þar starfa hófu sínar verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í síðustu viku. Um fimm hundruð starfsmenn spítalans er að ræða og hefur til að mynda þurft að fresta skurðaðgerðum og veruleg röskun orðið á geislameðferðum krabbameinssjúkra. „Við höfum miklar áhyggjur af því að það hefur lítið gerst í viðræðunum en við erum á sama tíma bjartsýn. Bjartsýn á að það sé hægt að finna lausnir og við treystum okkar samninganefnd til að vinna að því en það er ekki hægt að neita því að það hefur mikið borið í milli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra. Páll Halldórsson formaður BHM hefur sagt að hann telji samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð svo hægt sé að leysa deiluna. „Ríkisstjórnin hefur hins vegar ávallt sagst tilbúin til þess að liðka fyrir málum ef þurfa þykir. Ég sé fyrir mér að ef til þess kemur þá muni slíkt vera gert á grundvelli þess að menn séu að vinna að heildstæðri lausn á þessum vanda og þá er ég að vísa bæði til opinberra og almenna markaðarins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Fundað í karphúsinu á morgun og kosið um verkfall Samningafundir hefjast að nýju á milli BHM og ríkisins á morgun. Kosning um verkfallsaðgerðir meira en tíu þúsund félagsmanna Starfgreinasambandsins hefst í fyrramálið. 12. apríl 2015 19:30 Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00 Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11 Hvert er svarið í verkfallstíð? Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. 10. apríl 2015 07:00 SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Fundað í karphúsinu á morgun og kosið um verkfall Samningafundir hefjast að nýju á milli BHM og ríkisins á morgun. Kosning um verkfallsaðgerðir meira en tíu þúsund félagsmanna Starfgreinasambandsins hefst í fyrramálið. 12. apríl 2015 19:30
Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. 9. apríl 2015 07:00
Um þrjú þúsund í verkfall á morgun Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist. 8. apríl 2015 20:11
Hvert er svarið í verkfallstíð? Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. 10. apríl 2015 07:00
SGS boðar hertar aðgerðir Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. 9. apríl 2015 15:19