Innlent

Heiðskírt víða um land á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það verður sólríkt um landið á morgun samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.
Það verður sólríkt um landið á morgun samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.
Landsmenn geta farið að hlakka til morgundagsins því samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands mun sólin láta sjá sig og verður heiðskírt víða um land. Ekki verður þó neitt sérstaklega hlýtt og sólin mun ekki skína skært á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar getur fólk fundið til sólgleraugun og jafnvel sólað sig í sundi í tilefni dagsins.

Veðurhorfur næstu daga:

Í dag, þriðjudag:

Suðvestan og síðar vestan 5-13 metrar á sekúndu og víða skúrir, en úrkomulítið norðaustan til. Norðlægari átt á Vestfjörðum með morgninum og einnig norðanlands síðdegis með dálitlum éljum eða slydduéljum. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og léttir til í nótt. Hiti 2 til 7 stig, en frystir víða í kvöld og nótt.

Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu og skýjað, en víða léttskýjað um austanvert landið. Bætir heldur í vind norðvestan til um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig.

Á fimmtudag:

Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og bjartviðri norðaustan- og austanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðaustan til.

Sjá nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×