Lífið

In The Company Of Men sigraði Wacken Metal Battle

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
In The Company Of Men
In The Company Of Men mynd/halldór ingi
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle var haldin núna um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Var það hljómsveitin In The Company Of Men sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni og mun því verða fulltrúar Íslands á Wacken Open Air hátíðinni í sumar í Norður-Þýskalandi. Hljómsveitin Auðn sem lenti í 2. sæti og Churchhouse Creepers lönduðu 3. sætinu.

Hlaut In The Company Of Men flest atkvæði dómnefndar, á meðan Churchhouse Creepers voru vinsælastir meðal áhorfenda. Það dugði þó ekki til, til þess að breyta niðurstöðunni, en vægi áhorfenda var á við tvo dómnefndarmeðlimi.

In The Company Of Men hefur unnið sér inn ókeypis far í hópferð Íslendinga á Wacken hátíðina. Það hefur verið farin hópferð á hátíðina með Íslendingum á hverju ári síðan 2004 en þó svo að það hafi verið uppselt á Wacken á söluskrifstofunni þar ytra síðan daginn eftir að síðastu hátíð lauk, að þá eru ennþá til miðar með hópferðinni.


Tengdar fréttir

Ísland snýr aftur á Wacken

Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Ísland tók síðast þátt 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×