Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 13:30 Sverrir Ólafsson, Ólafur Þór Hauksson og Ólafur Ólafsson. Vísir Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, lagði áherslu á það að Aurum-málið og Al Thani-málið væru ótengd sakamál auk þess sem að sýna þurfi fram á hvaða hagsmunir liggi að baki eigi vanhæfi dómara að geta komið til greina. „Hjá Sverri Ólafssyni liggja engir hagsmunir að baki og álitamálið einskorðast við það hvort bræðratengslin hafi gert hann vanhæfan. Hafði Ólafur Ólafsson hagsmuni af úrlausn ákæruvaldsins? Nei. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á neina hagsmuni sem leiða geta til vanhæfis meðdómarans,“ sagði Óttar.Sjá einnig: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“Orð gegn orði varðandi það hvað dómsformaður og sérstakur ræddu í símtali Þá sagði hann gögn málsins eindregið benda til þess að sérstökum saksóknara hafi verið fyllilega kunnugt um bræðratengslin í upphafi. „Í óbirtri blaðagrein dómsformannsins segir að daginn eftir að hann hafi greint sakflytjendum frá því hver væri meðdómari í málinu hafi sérstakur saksóknari hringt í hann og greint dómsformanninum frá bræðratengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari greindi dómsformanninum frá því að hann myndi ekki gera athugasemd við skipan meðdómara.“ Hér stendur orð gegn orði þar sem Ólafur Þór Hauksson hefur sagt að í umræddu símtali hafi ekki verið rætt um meint vanhæfi Sverris vegna þess að hann er bróðir Ólafs. Meint vanhæfi Sverris hafi þó verið rætt vegna þess að hann vann fyrir slitastjórn Glitnis sem hafði farið fram á skaðabótakröfu í Aurum-málin. „Umbjóðandi minn telur þó að ljá beri orðum dómsformannsins meira vægi en orðum sérstaks saksóknara. [...] Það er beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Óttar.Mestu skiptir að ummæli Sverris varða alls ekki efnisatriði málsins Þá gerði Óttar einnig að umtalsefni ummælin sem Sverrir lét falla eftir að dómur í málinu gekk í héraði. Sagði hann að vissulega hefði verið betra ef að meðdómarinn hefði setið undir ummælum sérstaks saksóknara um að honum hafi verið ókunnugt um ættartengslin. Þó væri nauðsynlegt að líta til samhengis þeirra, inntaksins í þeim og að hverjum þeim var beint. „Dómsformaðurinn hafði á sínum tíma upplýst Sverri Ólafsson um að sérstökum saksóknara væri kunnugt um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Það blasir því við að það lék ekki nokkur vafi á því í huga Sverris að sérstakur saksóknari fór með ósannindi í fjölmiðlum.“ Þá sagði Óttar ekkert í ummælum Sverris hvorki gefa til kynna að hann hafi verið hliðhollur hlið ákærðu í Aurum-málinu né borið óvild í garð sérstaks saksóknara. „Það sem skiptir þó allra mestu máli þegar afstaða er tekin til kröfu ákæruvaldsins er það að ummælin varða alls ekki efnisatriði málsins og bera á engan hátt með sér að dómarinn hafi fyrirfram tekið afstöðu til sakarefnisins.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41 Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, lagði áherslu á það að Aurum-málið og Al Thani-málið væru ótengd sakamál auk þess sem að sýna þurfi fram á hvaða hagsmunir liggi að baki eigi vanhæfi dómara að geta komið til greina. „Hjá Sverri Ólafssyni liggja engir hagsmunir að baki og álitamálið einskorðast við það hvort bræðratengslin hafi gert hann vanhæfan. Hafði Ólafur Ólafsson hagsmuni af úrlausn ákæruvaldsins? Nei. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á neina hagsmuni sem leiða geta til vanhæfis meðdómarans,“ sagði Óttar.Sjá einnig: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“Orð gegn orði varðandi það hvað dómsformaður og sérstakur ræddu í símtali Þá sagði hann gögn málsins eindregið benda til þess að sérstökum saksóknara hafi verið fyllilega kunnugt um bræðratengslin í upphafi. „Í óbirtri blaðagrein dómsformannsins segir að daginn eftir að hann hafi greint sakflytjendum frá því hver væri meðdómari í málinu hafi sérstakur saksóknari hringt í hann og greint dómsformanninum frá bræðratengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari greindi dómsformanninum frá því að hann myndi ekki gera athugasemd við skipan meðdómara.“ Hér stendur orð gegn orði þar sem Ólafur Þór Hauksson hefur sagt að í umræddu símtali hafi ekki verið rætt um meint vanhæfi Sverris vegna þess að hann er bróðir Ólafs. Meint vanhæfi Sverris hafi þó verið rætt vegna þess að hann vann fyrir slitastjórn Glitnis sem hafði farið fram á skaðabótakröfu í Aurum-málin. „Umbjóðandi minn telur þó að ljá beri orðum dómsformannsins meira vægi en orðum sérstaks saksóknara. [...] Það er beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Óttar.Mestu skiptir að ummæli Sverris varða alls ekki efnisatriði málsins Þá gerði Óttar einnig að umtalsefni ummælin sem Sverrir lét falla eftir að dómur í málinu gekk í héraði. Sagði hann að vissulega hefði verið betra ef að meðdómarinn hefði setið undir ummælum sérstaks saksóknara um að honum hafi verið ókunnugt um ættartengslin. Þó væri nauðsynlegt að líta til samhengis þeirra, inntaksins í þeim og að hverjum þeim var beint. „Dómsformaðurinn hafði á sínum tíma upplýst Sverri Ólafsson um að sérstökum saksóknara væri kunnugt um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Það blasir því við að það lék ekki nokkur vafi á því í huga Sverris að sérstakur saksóknari fór með ósannindi í fjölmiðlum.“ Þá sagði Óttar ekkert í ummælum Sverris hvorki gefa til kynna að hann hafi verið hliðhollur hlið ákærðu í Aurum-málinu né borið óvild í garð sérstaks saksóknara. „Það sem skiptir þó allra mestu máli þegar afstaða er tekin til kröfu ákæruvaldsins er það að ummælin varða alls ekki efnisatriði málsins og bera á engan hátt með sér að dómarinn hafi fyrirfram tekið afstöðu til sakarefnisins.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41 Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00
Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41
Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15
Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31