Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. apríl 2015 19:13 Ásmundur Einar og Sigmundur Davíð. vísir/ernir Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira