Fótbolti

Jafntefli hjá Viðari og Sölva

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn hefur farið vel af stað í Kína.
Viðar Örn hefur farið vel af stað í Kína. twitter-síða jiangsu
Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir allan leikinn þegar Jiangsu Guoxin-Sainty gerði 2-2 jafntefli við Changchun Yatai í kínversku ofurdeildinni í fótbolta í dag.

Li Ang kom Jiangsu yfir á 40. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Sun Jie metin.

Changchun komst yfir með sjálfsmarki Ji Xiang eftir klukkutíma leik en króatíski landsliðsmaðurinn Sammir bjargaði stigi fyrir Jiangsu þegar hann jafnaði í 2-2 á 70. mínútu.

Jiangsu er í 8. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.


Tengdar fréttir

Viðar og Sölvi báðir á skotskónum í Kína

Íslensku landsliðsmennirnir í kínversku ofurdeildinni voru báðir á skotskónum þegar Jiangsu Guoxin-Sainty lagði Shijiazhuang Yongchang að velli, 2-1, í dag.

Viðar byrjar vel í Kína

Viðar Örn Kjartansson fer vel af stað með nýja liðinu sínu, Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir Shangai Sipg í fyrstu umferð kínversku Ofurdeildarinnar í dag.

Viðar á skotskónum í Kína

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Jiangsu Guoxin-Sainty þegar liðið steinlá fyrir Shandong Lueng í kínversku ofurdeildinni í dag.

Sainty frumsýnir nýju búningana

Það styttist í að kínverska deildin í knattspyrnu hefjist og Íslendingaliðið Jiangsu Sainty frumsýndi nýju búningana í gær.

Viðar Örn spilaði allan leikinn í sigri

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty sem vann sinn fyrsta leik í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×