Fótbolti

Zlatan skoraði tvö þegar PSG varð deildarbikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Zlatan fagnar öðru marki sínu í kvöld. vísir/getty
Paris Saint Germain er franskur deildarbikarmeistari í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Bastia í úrslitaleiknum sem fram fór á Stade de France, þjóðarleikvangi þeirra Frakka.

Leikurinn byrjaði afar vel því eftir tuttugu mínútna leik braut Sebastien Squillaci, fyrrum leikmaður Arsenal, á Lavezzi innan teigs. Squillaci var sendur í sturtu og Zlatan fór á punktinn og skoraði.

Zlatan bætti svo við öðru marki fyrir hlé með góðu skoti, en Zlatan hefur verið funheitur upp á síðkastið. Staðan 2-0 í hálfleik.

PSG hafði öll tök á leiknum í síðari hálfleik og ógnaði Bastia lítið sem ekkert. Edinson Cavani kom PSG í 3-0 leiknum með skalla og Cavani bætti við öðru marki sínu og fjórða marki PSG í uppbótartíma. Lokatölur 4-0.

PSG því franskur deildarmeistari, en liðið getur tryggt sér þrennuna. Það er komið í bikarúrslitaleikinn þar sem það mætir Auxerre og er á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, með eins stigs forystu þegar sjö umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×