Fótbolti

Aron lagði upp mark í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með AZ.
Aron í leik með AZ. visir/getty
Aron Jóhannsson lagði upp eitt marka AZ Alkmaar í 5-2 tapi liðsins gegn SC Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Aron lagði upp fyrsta markið fyrir Steven Berghuis sem kom strax á fyrstu mínútunni. Simon Thern og Luciano Slagveer komu Herenveen yfir, en aftur skoraði Steven Berghuis og jafnaði metin.

Sam Larsson bætti svo við tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum og Joey van den Berg einu og lokatölur 5-2 sigur Heerenveen.

Aron var tekinn af velli eftir 67. mínútna leik. AZ er í fimmta sætinu með 50 stig, en Heerenveen er sæti neðar með tveimur stigum minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×