Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:47 Fjölskylda fór fram á milljónir króna í bætur frá Högum eftir að starfsmenn Bónuss höfðu sakað hana um þjófnað úr verslun í Lóuhólum í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira