Fótbolti

Real minnkaði forystu Barcelona niður í eitt stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í eitt stig með 3-0 sigri á Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Cristiano Ronaldo kom Real yfir eftir 21. mínútna leik og tíu mínútum síðar bætti Javier Hernandez, betur þekktur sem Chicharito, Real í 2-0.

Á 83. mínútu kom þriðja og síðasta markið. Jese Rodriguez rak þá síðasta naglann í líkkistu gestanna frá Eibar.

Real Madrid með 73 stig, en Barcelona er á toppnum með 74. Barcelona á þó leik til góða, en liðið spilar við Sevilla síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×