Lífið

Jón Gnarr húðflúrar Texas á sig: "Texas gaf mér nafn mitt“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jón Gnarr er að verða nokkuð vel flúraður.
Jón Gnarr er að verða nokkuð vel flúraður. myndir/jón gnarr
Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkurborgar, hefur fengið sér nýtt húðflúr. Flúrið endaði á hægri upphandlegg og er af stærsta ríki Bandaríkjanna, Texas. Á flúrinu er einnig stjarna sem táknar stærstu borg ríkisins, Houston, en Jón er búsettur þar um þessar mundir.

Myndina birtir Jón á Facebook síðu sinni en eitt af fyrstu ummælunum við myndina er hvers vegna Jón hafi fengið sér flúr af Texas. Svarið er einfalt, „Texas gaf mér nafn mitt,“ en Jón hafði lengi barist fyrir því hérlendis að mega bera nafnið Jón Gnarr. Það var ekki hægt fyrr en hann flutti erlendis.

Að auki ber Jón þrjú önnur húðflúr hið minnsta. Á hægri framhandlegg er hann með merki bresku pönksveitarinnar Crass og á þeim vinstri er merki Reykjavíkurborgar. Á hægri öxl er hann með sjóræningjafána.

Á dögunum gerði fyrrum utanríkisráðherra og þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson því í skóna að Jón Gnarr væri forsætisráðherraefni Pírata. Pírötum hefur gengið vel í skoðanakönnunum undanfarið og ljóst er að borgarstjórinn fyrrverandi er í það minnsta vel merktur til starfsins.

Jón Gnarr á leið í StjórnarráðiðJón Gnarr er búinn að tilkynna þjóðinni að hann er hættur við að verða forseti. Þó hef...

Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, 30 March 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.