Fortitude aftur til Ísland: Hlutverk Björns Hlyns stækkar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2015 11:45 Af settinu á Reyðarfirði mynd/pegasus og vísir/stefán „Það verður aftur tekið upp hér á Íslandi,“ segir Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasus kvikmyndagerðar. Fyrirtækið kom mikið að gerð Fortitude þáttanna hér á landi en þættirnir voru að hluta til teknir upp á Reyðarfirði. „Við höfum leigt húsnæði þarna þar sem við höfum geymt bíla og alls kyns dót leikmuni sem við höfum þurft að nota. Við gerum ráð fyrir því að kíkja þangað inn von bráðar og smyrja bílana og gera og græja,“ segir Snorri. Björn Hlynur Haraldsson leikur lögreglumanninn Eric Odegard í þáttunum og hefur samningur hans verið endurnýjaður. Það er óhætt að segja að Björn hafi nóg á sinni könnu en í kvöld frumsýnir hann kvikmynd sína Blóðberg.Skemmtilegt andrúmsloft myndaðist fyrir austan „Ég heyrði af þessu fyrir fáeinum vikum en mátti ekki segja frá þessu strax,“ segir Björn Hlynur. „Þetta verður mjög gaman.“ Allar útisenur í þáttunum eru teknar upp á Reyðarfirði meðan innisenur eru græjaðar innanhúss í myndveri í London. Björn mun því þurfa að ferðast eilítið á milli. „Þetta eru alveg sex mánuðir sem fara í þetta og þeir nánast eiga mann á meðan. Stemningin í kringum þetta er líka svo skemmtileg, sérstaklega hérna á Íslandi. Allir gistu saman og hér skapaðist svo sérstakt andrúmsloft. Allir nutu kyrrðarinnar enda vanir stórum borgum,“ segir hann og bætir við að úti hafi allt verið örlítið öðruvísi enda mótleikarar hans haft kost á því að fara til síns heima. Líkt og áður segir leikur Björn lögreglumann í þáttunum og hefur hann fengið að vita að hann mun spila stærri rullu í nýju þáttaröðinni. „Ég hef ekki fengið að vita hvernig en ég veit að á einhvern hátt mun ég hafa meiri áhrif. Þetta verður frábært,“ segir Björn Hlynur. Tengdar fréttir Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
„Það verður aftur tekið upp hér á Íslandi,“ segir Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasus kvikmyndagerðar. Fyrirtækið kom mikið að gerð Fortitude þáttanna hér á landi en þættirnir voru að hluta til teknir upp á Reyðarfirði. „Við höfum leigt húsnæði þarna þar sem við höfum geymt bíla og alls kyns dót leikmuni sem við höfum þurft að nota. Við gerum ráð fyrir því að kíkja þangað inn von bráðar og smyrja bílana og gera og græja,“ segir Snorri. Björn Hlynur Haraldsson leikur lögreglumanninn Eric Odegard í þáttunum og hefur samningur hans verið endurnýjaður. Það er óhætt að segja að Björn hafi nóg á sinni könnu en í kvöld frumsýnir hann kvikmynd sína Blóðberg.Skemmtilegt andrúmsloft myndaðist fyrir austan „Ég heyrði af þessu fyrir fáeinum vikum en mátti ekki segja frá þessu strax,“ segir Björn Hlynur. „Þetta verður mjög gaman.“ Allar útisenur í þáttunum eru teknar upp á Reyðarfirði meðan innisenur eru græjaðar innanhúss í myndveri í London. Björn mun því þurfa að ferðast eilítið á milli. „Þetta eru alveg sex mánuðir sem fara í þetta og þeir nánast eiga mann á meðan. Stemningin í kringum þetta er líka svo skemmtileg, sérstaklega hérna á Íslandi. Allir gistu saman og hér skapaðist svo sérstakt andrúmsloft. Allir nutu kyrrðarinnar enda vanir stórum borgum,“ segir hann og bætir við að úti hafi allt verið örlítið öðruvísi enda mótleikarar hans haft kost á því að fara til síns heima. Líkt og áður segir leikur Björn lögreglumann í þáttunum og hefur hann fengið að vita að hann mun spila stærri rullu í nýju þáttaröðinni. „Ég hef ekki fengið að vita hvernig en ég veit að á einhvern hátt mun ég hafa meiri áhrif. Þetta verður frábært,“ segir Björn Hlynur.
Tengdar fréttir Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði Þættir sem beðið er eftir víða um heim verða forsýndir í félagsheimili á Reyðarfirði. 5. janúar 2015 14:59
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14
Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16