Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 13:03 Hreiðar Már og Sigurður eru báðir ákærðir í málinu. Hvorugur hefur mætt í dómssal til þessa en sjöundi dagur aðalmeðferðar stendur yfir. Magnús Guðmundsson, sem dvelur í hegningarhúsinu þessa dagana ásamt Hreiðari Má og Sigurði, situr hins vegar meðferðina. Vísir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11