Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 13:03 Hreiðar Már og Sigurður eru báðir ákærðir í málinu. Hvorugur hefur mætt í dómssal til þessa en sjöundi dagur aðalmeðferðar stendur yfir. Magnús Guðmundsson, sem dvelur í hegningarhúsinu þessa dagana ásamt Hreiðari Má og Sigurði, situr hins vegar meðferðina. Vísir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sat fyrir svörum Björns Þorvaldssonar saksóknara í héraðsdómi í morgun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nafn hans kom ítrekað upp við skýrslutökur yfir þremur fyrrum starfsmönnum eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu. Báru þeir að Ingólfur hafi gefið þeim fyrirmæli um hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi; þeir hafi sjálfir ráðið litlu þar um, jafnvel engu. Saksóknari spurði Ingólf meðal annars hvort að hann hafi stjórnað fjölda tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings og magni þeirra. „Það var ekki þannig að ég hafi verið með puttann í einstökum tilboðum. Við spjölluðum hins vegar oft saman enda var oft mikið um að vera við upphaf viðskipta og svo við lok viðskipta. Ég lagði þessar almennu línur en svo skiptumst við á skoðunum hvað var að gerast á öðrum mörkuðum og í framhaldinu tókum við einhverjar ákvarðanir,” svaraði Ingólfur.Oft starfsmenn sem komu með hugmyndir Björn vísaði þá til símtala sem hann sagði sýna að Ingólfur hafi gefið starfsmönnunum fyrirmæli. „Þú hefur birt hér fjölmörg símtöl en það eru miklu fleiri símtöl í málinu sem eru með þeim hætti að þetta er ekki endilega svona. Oft voru það þeir sem komu með hugmyndir...” Hér greip saksóknari fram í og sagði að það væri ekki ákæruvaldið sem væri að halda þessu fram heldur sakborningarnir þrír sem hafi verið starfsmenn eigin viðskipta. „Þú hefur snemma gefið þann tón að þetta væru allt saman fyrirmæli. Ég dreg aðeins í efa að þetta hafi allt verið fyrirmæli í þeim skilningi. Við áttum oft samskipti og skiptumst á hugmyndum hvað við ættum að gera á markaði. Þetta var ekki allt saman einhliða frá mér,” svaraði Ingólfur.Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt Yfirmaður Ingólfs hjá Kaupþingi var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar. Hann er einnig ákærður í málinu ásamt Sigurði Einarssyni sem var stjórnarformaður bankans. Saksóknari hefur því spurt Ingólf nokkuð mikið út í hvort hann hafi fengið fyrirmæli frá þeim tveimur og hvort að þeir hafi verið upplýstir um það sem eigin viðskipti voru að gera með bréf í Kaupþingi. „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Aðspurður sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. Saksóknari bar þá undir Ingólf lögregluskýrslu frá yfirheyrslum sem hann sætti í maí 2010. Þar segist hann hafa átt í meiri samskiptum við Sigurð en Hreiðar og þau hafi frekar verið daglega heldur en vikulega.Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Aðspurður fyrir dómi hvort hann hafi frekar leitað til Sigurðar en Hreiðars sagði Ingólfur: „Já, það er rétt. Það var ekki mikið um dagleg samskipti en þetta er líklegast rétt. Ég man ekki nákvæmlega hvað við töluðum oft saman, þessi lögregluskýrsla var tekin af mér fyrir 5 árum, en, jú ég átti tíðari samskipti við Sigurð en Hreiðar var líka upplýstur.” Björn spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tíma gert athugasemd við nánari framsetningu viðskiptanna við sína yfirmenn, til dæmis hvað varðaði fjölda tilboða og magn. „Nei, það var mitt að ákveða þessa nánari framsetningu,” svaraði Ingólfur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf