Lífið

Söngvari Louie Louie látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Kingsmen voru hvað þekktastir fyrir flutning sinn á laginu Louie Louie sem út kom á sjöunda áratugnum.
Kingsmen voru hvað þekktastir fyrir flutning sinn á laginu Louie Louie sem út kom á sjöunda áratugnum. Vísir/AP
Jack Ely, aðalsöngvari bandarísku sveitarinnar Kingsmen, er látinn, 71 árs að aldri.

Kingsmen voru hvað þekktastir fyrir flutning sinn á laginu Louie Louie sem út kom á sjöunda áratugnum.

Sonur söngvarans, Sean Ely, segir föður sinn hafa látist á heimili sínu í bænum Bedmond í Oregon eftir langvarandi veikindi.

Ely lenti upp á kant við aðra meðlimi sveitarinnar fljótlega eftir að lagið var gefið út og þjálfaði síðar hesta í Oregon.

Í frétt BBC kemur fram að Louie Louie hafi fyrst verið gefið út árið 1957 af Richard Berry sem hafði samið lagið tveimur árum fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×