Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 19:00 Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli. Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46