Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 19:00 Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli. Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46