Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 19:00 Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli. Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46