„Íslandsvinurinn“ Hahne rekinn úr Svíþjóðardemókrötum Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 17:36 William Hahne hefur verið rekinn úr Svíþjóðardemókrötum. Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“ Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00