„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 16:54 Einar Pálmi Sigmundsson ásamt verjanda sínum Gizuri Bergsteinssyni. vísir/gva Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02