Verkföll, sanngjörn vopn eða úreld samningsgerð? Björn Jóhannsson skrifar 26. apríl 2015 18:03 Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun