Aron Jóhannsson skoraði annað mark AZ Alkmaar í 0-2 sigri á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
AZ er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig en liðið hefur unnið tvo leiki í röð.
Wesley Hoedt kom AZ yfir á 11. mínútu og á þeirri 35. bætti Aron við marki. Þetta var sjötta deildarmark Arons fyrir AZ í vetur.
Aron á skotskónum í sigri AZ
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
