Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert Linda Blöndal skrifar 25. apríl 2015 19:30 Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir, en hún sjálf gæti hún aftur þurft á lungum að halda. Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú tekið afstöðu til líffæragjafar hér á landi. Fyrir átta mánuðum voru grædd í Guðnýju Lindu Óladóttur lungu á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í aðgerð sem er mjög áhættusöm og tekur tíu klukkustundir. Guðný sem er fjölskyldukona segir erfitt að segja hvað hún hefði átt mikið eftir ólifað fyrir ígræðsluna en hún var með lungnasjúkdóm sem nefnist ósértæk lungnatrefjun. Gat ekkert gert „Ég var eiginlega bara inniliggjandi á Borgarspítalanum og Reykjalundi. Ég gat ekkert gert, ég gat ekki gengið, ekki baðað mig sjálf eða klætt mig. Ég þurfti tíu til fimmtán lítra af súrefni til að komast úr rúmi og inn á klósett. Þetta var raunverulega ekkert líf", sagði Guðný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað hefði gerst hefði hún ekki fengið lungun segir hún að það hefði bara farið á einn veg. „Ég hefði bara dáið. Lungun hefðu bara eyðilagst og það lifir enginn án þess að hafa lungu".Ekkert öruggtGuðný getur átt von á því að hvenær sem er hafni líkami hennar nýju lungunum, jafnvel strax á morgun. Þess vegna gæti hún þurft aðra ígræðslu og önnur lungu en slíkt hendir fjölmarga líffæraþega að lenda aftur á biðlista eftir líffæri. Mikill skortur er þó á líffærum til gjafa.Einn gjafi getur bjargað átta manns„Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því að það eru 25 til 30 manns sem þurfa líffæraígræðslu á Íslandi á hverju ári. Það er mjög mikilvægt að vekja þessa umræðu og fólk taki afstöðu því hver líffæragjafi getur bjargað allt að átta mannslífum og bætt lífsgæði annarra", segir Guðný. Nær allir sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafa á vef Landlæknis vilja gefa úr sér líffæri að sér látnum (grafík) og nú hafa 1.800 manns skráð sig á vefinn. Flestir þeirra sem tekið hafa afstöðu til líffæragjafar eru konur og fólk á aldrinum átján til fjörtíu ára. „Ég varð að spyrja"Hún segist ekki vita hver átti lungun sem voru grædd í hana. „Þetta er góð spurning en nei, ég veit það ekki en ég sagði við manninn minn áður en ég fór að ég gæti ekki farið af spítalanum án þess að spyrja. Ég vissi að ég myndi ekki fá svörin en ég varð að spyrja". Líffæraþegar hafa þó þann möguleika að skrifa þakkarbréf til fjölskyldu gjafans í gegnum norræna líffærabankann. Tengdar fréttir Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir, en hún sjálf gæti hún aftur þurft á lungum að halda. Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú tekið afstöðu til líffæragjafar hér á landi. Fyrir átta mánuðum voru grædd í Guðnýju Lindu Óladóttur lungu á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í aðgerð sem er mjög áhættusöm og tekur tíu klukkustundir. Guðný sem er fjölskyldukona segir erfitt að segja hvað hún hefði átt mikið eftir ólifað fyrir ígræðsluna en hún var með lungnasjúkdóm sem nefnist ósértæk lungnatrefjun. Gat ekkert gert „Ég var eiginlega bara inniliggjandi á Borgarspítalanum og Reykjalundi. Ég gat ekkert gert, ég gat ekki gengið, ekki baðað mig sjálf eða klætt mig. Ég þurfti tíu til fimmtán lítra af súrefni til að komast úr rúmi og inn á klósett. Þetta var raunverulega ekkert líf", sagði Guðný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað hefði gerst hefði hún ekki fengið lungun segir hún að það hefði bara farið á einn veg. „Ég hefði bara dáið. Lungun hefðu bara eyðilagst og það lifir enginn án þess að hafa lungu".Ekkert öruggtGuðný getur átt von á því að hvenær sem er hafni líkami hennar nýju lungunum, jafnvel strax á morgun. Þess vegna gæti hún þurft aðra ígræðslu og önnur lungu en slíkt hendir fjölmarga líffæraþega að lenda aftur á biðlista eftir líffæri. Mikill skortur er þó á líffærum til gjafa.Einn gjafi getur bjargað átta manns„Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því að það eru 25 til 30 manns sem þurfa líffæraígræðslu á Íslandi á hverju ári. Það er mjög mikilvægt að vekja þessa umræðu og fólk taki afstöðu því hver líffæragjafi getur bjargað allt að átta mannslífum og bætt lífsgæði annarra", segir Guðný. Nær allir sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafa á vef Landlæknis vilja gefa úr sér líffæri að sér látnum (grafík) og nú hafa 1.800 manns skráð sig á vefinn. Flestir þeirra sem tekið hafa afstöðu til líffæragjafar eru konur og fólk á aldrinum átján til fjörtíu ára. „Ég varð að spyrja"Hún segist ekki vita hver átti lungun sem voru grædd í hana. „Þetta er góð spurning en nei, ég veit það ekki en ég sagði við manninn minn áður en ég fór að ég gæti ekki farið af spítalanum án þess að spyrja. Ég vissi að ég myndi ekki fá svörin en ég varð að spyrja". Líffæraþegar hafa þó þann möguleika að skrifa þakkarbréf til fjölskyldu gjafans í gegnum norræna líffærabankann.
Tengdar fréttir Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30
„Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58
36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39
Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16