Listamaðurinn Marco Evaristti hellti í morgun rauðu litarefni ofan í hverinn sem varð til þess að hann gaus rauðleitu gosi í einhver skipti eftir það. Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis, sagði í samtali við Vísi að listamaðurinn hafi með þessu sett sig í stórhættu og sagði að óskað yrði eftir fundi með stjórnvöldum um málið. Verklagi þurfi að breyta og að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með svæðinu allan sólarhringinn.
Myndskeið af uppátækinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.